Ármann tryggði sér í kvöld deildarmeistaratitilinn í fyrstu deild kvenna með öruggum sigri á Vestra í Kennaraháskólanum. Deildarmeistaratitillinn þýðir ekki að Ármann fari þá beint upp í Subway deildina, líkt og væri ef um fyrstu deild kvenna væri að ræða. Þær munu vera með heimavöll í undanúrslitum og úrslitum deildarinnar, þar sem spilað verður upp á eitt sæti í efstu deild á næsta tímabili.

Staðan í deildinni

Karfan spjallaði við Karl Guðlaugsson þjálfara Ármanns eftir að liðið tryggði sér titilinn fyrr í kvöld.