Jón Axel Guðmundsson og Crailsheim Merlins eru úr leik í FIBA Europe Cup eftir tap í seinni leik gegn ZZ Leiden í átta liða úrslitum. Crailsheim höfðu unnið fyrri leikinn með þremur stigum heima, en töpuðu með átta stigum í kvöld, 85-77.

Jón Axel hafði hægt um sig sóknarlega í leiknum en skilaði tveimur fráköstum og stolnum bolta á 7 mínútum spiluðum.

Tölfræði leiks