Einn leikur fór fram í Subway deild kvenna í kvöld. Haukar lögðu Grindavík í HS Orku Höllinni, 78-93. Eftir leikinn eru Haukar í 3. sæti deildarinnar með 26 stig á meðan að Grindavík er í 7. sætinu með 8 stig.

Tölfræði leiks

Karfan spjallaði við Jenný Geirdal Kjartansdóttur eftir leik í HS Orku Höllinni. Jenný átti fínan leik fyrir Grindavík þrátt fyrir tapið, skilaði 15 stigum og 7 fráköstum á 28 mínútum spiluðum.