Breiðablik lagði Íslandsmeistara Vals í kvöld í Smáranum í Subway deild kvenna, 75-63.

Eftir leikinn er Valur í 2. sæti deildarinnar með 26 stig á meðan að Breiðablik er í 6. sætinu með 12 stig.

Atkvæðamest heimakvenna í leiknum var Isabella Ósk Sigurðardóttir með 19 stig, 22 fráköst og Telma Lind Ásgeirsdóttir bætti við 16 stigum og 8 fráköstum.

Fyrir Val var það Ameryst Alston sem dró vagninn með 32 stigum, 11 fráköstum og 7 stoðsendingum. Henni næst var Hallveig Jónsdóttir með 12 stig og 2 stoðsendingar.

Valur á leik næst þann 13. mars heima í Origo Höllinni gegn Njarðvík á meðan að næsta verkefni Blika eru undanúrslit VÍS bikarkeppninnar, þar sem þær mæta Snæfell í undanúrslitunum.

Tölfræði leiks