Hrunamenn lögðu granna sína frá Selfossi fyrr í kvöld í skemmtilegum leik á Flúðum, 92-87. Eftir leikinn er Selfoss í 6. sæti deildarinnar með 22 stig á meðan að Hrunamenn eru í 7. sætinu með 20 stig.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Ísar Freyr Jónasson leikmann Selfoss eftir leik á Flúðum. Ísar átti ágætisleik fyrir Selfoss í kvöld á varnarhelmingi vallarins, en skilaði einnig 9 stigum, 3 fráköstum og 3 stoðsendingum á um 30 mínútum spiluðum.