Tveir leikir fóru fram í fjögurra liða úrslitum fyrstu deildar kvenna í kvöld.

Um er að ræða fyrstu leiki beggja viðureigna, en vinna þarf þrjá leiki til þess að komast í lokaúrslit um sæti í Subway deildinni.

ÍR lagði KR í framlengdum leik í Hellinum í Breiðholti og í Kennó bar Hamar/Þór sigurorð af deildarmeisturum Ármanns.

Tölfræði leikja

Leikir dagsins

Fyrsta deild kvenna

ÍR 95 – 91 KR

ÍR leiðir einvígi 1-0

Ármann 72 – 83 Hamar/Þór

Hamar/Þór leiðir einvígi 1-0