Njarðvík lagði ÍR í kvöld í framlengdum leik í Hellinum.
Eftir leikinn er Njarðvík í 1. sæti deildarinnar með 32 stig á meðan að ÍR er í 10. sætinu með 14 stig.
Atkvæðamestur heimamanna í leiknum var Jordan Semple með 31 stig, 18 fráköst og Collin Pryor bætti við 21 stigi og 7 fráköstum.
Fyrir gestina úr Njarðvík var Mario Matasovic atkvæðamestur með 22 stig og 12 fráköst. Honum næstur var Dedrick Basile með 24 stig, 6 fráköst og 8 stoðsendingar.
Bæði eiga liðin einn leik eftir í deildinni, en að honum loknum mun Njarðvík fara í úrslitakeppnina á meðan að eftir úrslit kvöldsins er ÍR búið að missa af úrslitakeppninni. Lokaleikur beggja liða er 31. mars, ÍR heimsækir Vestra á Ísafjörð og Njarðvík fær Keflavík í heimsókn.
Myndasafn (SBS)