Grindavík lagði Njarðvík í Ljónagryfjunni í kvöld í Subway deild kvenna, 79-85. Eftir leikinn er Njarðvík í 4. sæti deildarinnar með 26 stig á meðan að Grindavík er í 7. sætinu með 8 stig.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Huldu Björk Ólafsdóttur leikmann Grindavíkur eftir leik í Ljónagryfjunni. Hulda átti frábæran leik fyrir Grindavík í þessum glæsilega sigri liðsins, skilaði 23 stigum og 2 fráköstum á tæpri 31 mínútu spilaðri.