Höttur lagði botnlið ÍA nokkuð örugglega í kvöld í fyrstu deild karla, 128-84.

Eftir leikinn er Höttur í 2. sæti deildarinnar með 40 stig á meðan að ÍA er í 10. sætinu með 2 stig.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikur kvöldsins ekki neitt sérlega jafn eða spennandi. Gestirnir af Akranesi ná þó að hanga í þeim í fyrsta leikhluta sem endar 25-27. Undir lok fyrri hálfleiksins ná heimamenn þó að snúa taflinu sér í vil og fara með 9 stiga forystu til búningsherbergja í hálfleik, 58-47.

Í upphafi seinni hálfleiks má segja að heimamenn hafi gert út um leikinn. Með sterkum 42-18 þriðja leikhluta setja þeir forystu sína í 31 stig fyrir lokaleikhlutann, 100-69. Eftirleikurinn því að er virtist nokkuð einfaldur, en að lokum unnu heimamenn með 44 stigum, 128-84.

Atkvæðamestir í liði ÍA í kvöld voru Aron Elvar Dagsson með 26 stig, 9 fráköst og Lucien Thomas með 27 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar.

Fyrir heimamenn var það Timothy Guers sem dró vagninn með glæsilegri þrennu, 20 stigum, 12 fráköstum og 13 stoðsendingum. Honum næstur var Juan Luis Navarro með 16 stig, 13 fráköst og 5 stoðsendingar.

Næsti leikur Hattar er þann 14. mars gegn Sindra á Höfn í Hornafirði. ÍA leikur degi seinna þann 15. mars gegn Skallagrím heima á Akranesi.

Tölfræði leiks

Umfjöllun / Pétur Guðmundsson