Stjarnan lagði Þór rétt í þessu í úrslitaleik VÍS bikarkeppni karla, 93-85.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Hilmar Smára Henningsson leikmann Stjörnunnar eftir leik í Smáranum. Eftir að hafa verið stigalaus í fyrri hálfleiknum mætti Hilmar heldur betur tilbúinn til leiks þegar að Stjarnan þurfti hann. Skilaði á endanum 17 stigum, 4 fráköstum, 3 stoðsendingum og 2 stolnum boltum á um 26 mínútum spiluðum í leiknum.