Þór Akureyri lagði Hamar/Þór í gærkvöldi í spennuleik í fyrstu deild kvenna, 78-76. Eftir leikinn er Þór Akureyri í 5. sæti deildarinnar með 20 stig á meðan að Hamar/Þór eru í 7. sætinu með 16 stig.

Hérna er meira um leikinn

Þór Tv spjallaði við Heiðu Hlín Björnsdóttur fyrirliða Þórs Akureyri eftir leik í Höllinni. Heiða átti stórkostlegan leik fyrir Þór í gær, skilaði 24 stigum, 6 fráköstum og 80% skotnýtingu í leiknum ásamt því að setja flautukörfuna sem vann leikinn.

Viðtal / Palli Jóh