Grindavík lagði Njarðvík í Ljónagryfjunni í kvöld í Subway deild kvenna, 79-85. Eftir leikinn er Njarðvík í 4. sæti deildarinnar með 26 stig á meðan að Grindavík er í 7. sætinu með 8 stig.

Atkvæðamest fyrir Grindavík í leiknum var Robbi Ryan með 22 stig, 13 fráköst, 9 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Þá bætti Hulda Björk Ólafsdóttir við 23 stigum og 2 fráköstum.

Fyrir heimakonur í Njarðvík var Aliyah Collier atkvæðamest með 31 stig og 6 fráköst. Henni næst var Diane Diéné með 16 stig og 10 fráköst.

Bæði lið eiga leik næst þann 13. mars. Njarðvík heimsækir Íslandsmeistara Vals í Origo Höllina á meðan að Grindavík fær Keflavík í heimsókn í HS Orku Höllina.

Tölfræði leiks

Myndasafn (SBS)