Grindavík lagði Vestra með sextán stigum í kvöld í HS Orku Höllinni, 90-74. Eftir leikinn er Grindavík í 4. sæti deildarinnar með 20 stig á meðan að Vestri er í 11. sætinu með 6 stig.

Stigahæstir í liði Grindavíkur í kvöld voru EC Matthews með 28 stig og Ólafur Ólafsson og Ivan Aurrecoechea með 12 stig hvor.

Fyrir Vestra var það Marko Jurica sem dró vagninn með 19 stigum og honum næstur var Rubiera Rapaso með 17 stig.

Vestri á leik næst þann 7. mars gegn Þór á Akureyri. Grindavík á leik þremur dögum seinna þann 10. mars gegn Stjörnunni í MGH.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Ingibergur Þór)

Grindavík: Elbert Clark Matthews 28, Ólafur Ólafsson 12/9 fráköst, Ivan Aurrecoechea Alcolado 12/10 fráköst, Naor Sharabani 11/11 stoðsendingar, Kristinn Pálsson 11/4 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 9/8 fráköst, Javier Valeiras Creus 5/6 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 2, Magnús Engill Valgeirsson 0, Hafliði Ottó Róbertsson 0.


Vestri: Marko Jurica 19, Rubiera Rapaso Alejandro 17, Nemanja Knezevic 12/18 fráköst, Hilmir Hallgrímsson 11/8 fráköst, Ken-Jah Bosley 10, Hugi Hallgrimsson 3, Arnaldur Grímsson 2, Blessed Parilla 0, James Parilla 0, Friðrik Heiðar Vignisson 0, Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson 0, Krzysztof Duda 0.