Grindavík lagði Breiðablik í kvöld í HS Orku Höllinni í Subway deild kvenna, 80-73.

Eftir leikinn er Breiðablik í 6. sæti deildarinnar með 10 stig á meðan að Grindavík er í 7. sætinu með 8 stig.

Atkvæðamest heimakvenna í leiknum var Robbi Ryan með 22 stig, 14 fráköst, 8 stoðsendingar og Hulda Björk Ólafsdóttir henni næst með 19 stig.

Fyrir gestina úr Kópavogi var Isabella Ósk Sigurðardóttir atkvæðamest með 11 stig og 14 fráköst. Þá bætti Telma Lind Ásgeirsdóttir við 19 stigum.

Grindavík á leik næst komandi sunnudag 6. mars heima gegn Haukum, en Breiðablik eftir slétta viku miðvikudag 9. mars, heima gegn Íslandsmeisturum Vals.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Ingibergur Þór)