Íslandsmeistarar Þórs lögðu Val í kvöld í Subway deild karla, 88-69.

Eftir leikinn sem áður er Þór í efsta sæti deildarinnar með 30 stig á meðan að Valur er í 4. sætinu með 22 stig.

Atkvæðamestur fyrir heimamenn í leiknum var Glynn Watson með 20 stig, 8 stoðsendingar og Ronaldas Rutkauskas bætti við 8 stigum og 11 fráköstum.

Fyrir Val var það Kristófer Acox sem dró vagninn með 15 stigum og 11 fráköstum. Honum næstur var Jacob Calloway með 17 stig og 8 fráköst.

Bæði lið eiga leik næst þann 24. mars, Þór heimsækir KR í Vesturbæinn og Valur fær Þór Akureyri í heimsókn.

Tölfræði leiks

Þór Þ.: Glynn Watson 20/4 fráköst/8 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 15/4 fráköst, Luciano Nicolas Massarelli 15, Kyle Johnson 10/7 fráköst, Emil Karel Einarsson 9/3 varin skot, Ronaldas Rutkauskas 8/11 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 7, Tómas Valur Þrastarson 2, Daniel Mortensen 2/5 fráköst, Tristan Rafn Ottósson 0, Ísak Júlíus Perdue 0, Sæmundur Þór Guðveigsson 0.


Valur: Jacob Dalton Jacob Dalton 17/8 fráköst, Kristófer Acox 15/11 fráköst, Kári Jónsson 15/5 stoðsendingar, Pablo Cesar Bertone 9, Callum Reese Lawson 8, Pavel Ermolinskij 5/5 stoðsendingar, Ástþór Atli Svalason 0, Egill Jón Agnarsson 0, Sveinn Búi Birgisson 0, Pálmi Geir Jónsson 0/4 fráköst, Hjálmar Stefánsson 0/5 fráköst, Benedikt Blöndal 0.