Leikmaður Breiðabliks Frank Aron Booker hefur verið dæmdur í eins leiks bann fyrir háttsemi sína í leik Breiðabliks og Njarðvíkur í Subwaydeild karla þann 3. mars síðastliðinn.

Aga- og úrskurðarnefnd komst að niðurstöðu í fimm öðrum málum, en meðal þeirra voru Adam Eiður Ásgeirsson leikmaður Hattar í fyrstu deildinni, Ólafur Þorri Sigurjónsson leikmaður Skallagríms í fyrstu deildinni og Sæmundur Hermannsson þjálfari Leiknis í annarri deildinni einnig allir dæmdir í eins leiks bann.