Fjórir leikir fara fram í fyrstu deild kvenna í kvöld.

Hamar/Þór tekur á móti Stjörnunni, b lið Fjölnis mætir Tindastól í Dalhúsum, Vestri og Ármann eigast við í Kennaraháskólanum og á Akureyri taka heimakonur í Þór á móti KR.

Þá verður leikur ÍR og Snæfells sem fara átti fram í gær einnig leikinn í kvöld, en ekki er ljóst nákvæmlega klukkan hvað hann verður.

Ljóst er fyrir leiki kvöldsins að ef að topplið Ármanns leggur Vestra, tryggja þær sér deildarmeistaratitilinn.

Staðan í deildinni

Leikir dagsins

Fyrsta deild kvenna

ÍR Snæfell – Frestaður leikur frá 14.03

Hamar/Þór Stjarnan – kl. 18:00

Fjölnir b Tindastóll – kl. 18:00

Ármann Vestri – kl. 19:15

Þór Akureyri KR – kl. 19:15