Fjórir leikir fara fram í fyrstu deild kvenna í kvöld.
Hamar/Þór tekur á móti Stjörnunni, b lið Fjölnis mætir Tindastól í Dalhúsum, Vestri og Ármann eigast við í Kennaraháskólanum og á Akureyri taka heimakonur í Þór á móti KR.
Þá verður leikur ÍR og Snæfells sem fara átti fram í gær einnig leikinn í kvöld, en ekki er ljóst nákvæmlega klukkan hvað hann verður.
Ljóst er fyrir leiki kvöldsins að ef að topplið Ármanns leggur Vestra, tryggja þær sér deildarmeistaratitilinn.
Leikir dagsins
Fyrsta deild kvenna
ÍR Snæfell – Frestaður leikur frá 14.03
Hamar/Þór Stjarnan – kl. 18:00
Fjölnir b Tindastóll – kl. 18:00
Ármann Vestri – kl. 19:15
Þór Akureyri KR – kl. 19:15