Elvar Már Friðriksson og Antwerp Giants máttu þola tveggja stiga tap eftir framlengdan leik í dag gegn Groningen í Elite Gold deildinni í Hollandi/Belgíu, 93-95.

Eftir leikinn er Antwerp í 8. sæti deildarinnar með 17 stig.

Á tæpum 37 mínútum spiluðum skilaði Elvar Már 8 stigum og 6 stoðsendingum.

Næsti leikur Elvars og Antwerp í deildinni er þann 2. apríl gegn Leiden.

Tölfræði leiks