Elvar Már Friðriksson og Antwerp Giants lögðu Þóri Guðmund Þorbjarnarson og Landstede Hammers í kvöld í BNXT Elite Gold deildinni í Belgíu/Hollandi, 102-70.

Á 27 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Elvar Már 11 stigum, 4 fráköstum, 13 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.

Þórir Guðmundur lék 38 mínútur í leiknum og var með 12 stig, 7 fráköst, 2 stoðsendingar og stolinn bolta.

Leikurinn var sá fyrsti sem liðin leik í öðrum hluta deildarkeppni þessa tímabils, en þar sem að liðin tóku með sér stig úr fyrri hlutanum, þá er Antwerp í 6. sæti deildarinnar með 17 stig á meðan að Landstede er í 8. sætinu með 16 stig.

Tölfræði leiks