Tveir leikir fóru fram í átta liða úrslitum Marsfársins í nótt.

Báðir voru leikirnir nokkuð jafnir þó úrslitin hafi verið eftir bókinni.

Duke náði að tryggja sig áfram í undanúrslitin með 9 stiga sigri gegn sterku liði Arkansas, 69-78. Þjálfari Duke Mike Krzyzewski er á sínu 42. og síðasta tímabili með liðið. Hann hefur nú í þrettán skipti farið með liðið í undanúrslit, en í fimm af þeim skiptum unnu þeir titilinn. Síðast vann Duke titilinn árið 2015 þar sem að bakvörðurinn Tyus Jones var stigahæstur í úrslitaleik gegn Wisconsin.

Úrslitin:

Houston 44 – 50 Villanova

Arkansas 69 – 78 Duke

Seinni tveir leikir átta liða úrslitanna eru svo á dagskrá í kvöld, en þar mæta Miami liði Kansas og St. Peters og North Carolina eigast við.

7 daga prufa fylgir öllum nýjum áskriftum ESPN Player með því að skrá sig hér

• ESPN spilarinn mun sýna 67 leiki beint í Marsfárinu, þar með talið Final Four og úrslitaleikinn
• Þú getur stillt inn með því að gerast áskrifandi hér
• Nýjar áskriftir hafa 7 daga prufutímabil
• Spilarinn er aðeins til með ensku viðmóti
• Skilmálar gilda