Stjarnan lagði Þór rétt í þessu í úrslitaleik VÍS bikarkeppni karla, 93-85.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við lykilleikmann úrslitaleiksins David Gabrovsek eftir leik í Smáranum. David var frábær fyrir Stjörnuna í úrslitaleiknum, skilaði 29 stigum, 7 fráköstum, 3 stoðsendingum og vörðu skoti, en hann var 5 af 7 fyrir utan þriggja stiga línuna.