Keflavík lagði KR eftir framlengdan leik í kvöld í Subway deild karla, 110-106. Eftir leikinn er Keflavík í 3. sæti deildarinnar með 26 stig á meðan að KR er í 9. sætinu með 16 stig.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Brynjar Þór Björnsson leikmann KR eftir leik í Blue Höllinni. Brynjar átti flottan leik fyrir KR þrátt fyrir tapið, skilaði 21 stigi úr 14 skotum af vellinum.