Íslandsmeistarar Vals lögðu bikarmeistara Hauka í kvöld í Subway deild kvenna, 73-65. Eftir leikinn er Valur í 2. sæti deildarinnar með 30 stig á meðan að Haukar eru sæti neðar með 28 stig.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Bjarna Magnússon þjálfara Hauka eftir leik í Origo Höllinni. Sagði Bjarni meðal annars að búið væri að útiloka það að Keira Robinson spili meira með liðinu á þessu tímabili, en hún meiddist á fingri í undanúrslitum VÍS bikarkeppninnar.