Bjarni Guðmann Jónsson og Fort Hays State Tigers máttu þola tap í gær fyrir Northwest Missouri State í fjögurra liða úrslitum MIAA deildar bandaríska háskólaboltans, 50-53.

Deginum áður höfðu Fort Hays lagt Missouri Southern í átta liða úrslitunum, 71-55.

Á 36 mínútum spiluðum í leik gærdagsins skilaði Bjarni 10 stigum, 6 fráköstum, stoðsendingu, stolnum bolta og vörðu skoti.

Tölfræði leiks