Stjarnan lagði KR nú í hádeginu í úrslitaleik VÍS bikarkeppninnar í 10. flokks drengja, 55-59.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við lykilleikmann úrslitaleiksins Ásmund Múla Ármannsson eftir leik í Smáranum. Ásmundur var frábær fyrir Stjörnuna í úrslitaleiknum, skilaði 24 stigum, 11 fráköstum, 4 stoðsendingum, stolnum bolta og vörðu skoti.