Stjarnan lagði Grindavík í kvöld í framlengdum leik í MGH í Garðabæ, 91-87. Eftir leikinn er Stjarnan í 5. sæti deildarinnar með 22 stig á meðan að Grindavík er í 7. sætinu með 20 stig.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Arnar Guðjónsson þjálfara Stjörnunnar eftir leik í MGH.

Arnar…má vinna leiki þegar maður er aldrei yfir…í venjulegum leiktíma?

Ja..jújú! Vorum við aldrei yfir í venjulegum leiktíma?

Nei.

Jájá..við byrjuðum ekki vel…en kredit fyrir það að við komum fínir út í seinni hálfleik.

Já heldur betur! Hvað sagðiru eiginlega við þína menn í hálfleik?

Ég man það ekki…svo sem ekkert merkilegt…þeir voru búnir að segja allt sem þurfti að segja þegar ég kom inn held ég…

Akkúrat. Það er náttúrulega aldrei gott að vera 20 undir í hálfleik…en það gefur þó kannski einhvers konar allt eða ekkert-attitude þegar menn koma inn í seinni…

Já..en við höfum alveg óþolandi oft í gegnum tíðina grafið okkur svona holu…svo sem gert oft vel að komast upp úr henni aftur. En byrjunun hefði mátt vera sterkari…hún var ekki góð…

…maður velur sér þetta ekki…?

Nei! Þetta er ekki leikplan! Þetta er ekki eitthvað sem maður teiknar upp sko…

Nei! Þið hafið verið að lenda svolítið í þessu…t.d. gegn Blikum…

…mér finnst þetta bara hafa gerst margoft bara síðustu 4 ár sko! Það er bara þannig…

Allaveganna…þetta var þýðingarmikill sigur! En verður kannski að litlu ef þið takið ekki fleiri stig í framhaldinu…

Þeir taka ekki stigin af okkur er það?

Neinei…

Þá hefur hann einhverja þýðingu…

Jájá, en þið hljótið að horfa á það að reyna að ná fjórða eða jafnvel þriðja sæti…?

Nú erum við bara að hugsa um bikarinn! Það er bara það sem bíður. Nú er þessi keppni bara í smá pásu, Guði sé lof erum við ekki á leið í frí, við fáum að keppa við Keflavík og við hlökkum mikið til!

Í deildinni er það síðan Njarðvík á útivelli…það þýðir væntanlega ekkert að ræða um hann við þig núna…?

Nei! Mér er alveg sama um hann eins og stendur!

Hann fer jafnvel ekkert endilega fram?

Jú…ætli það ekki? Helduru að það sé að koma heimsendir?

Hver veit…Rússinn gæti hugsanlega eyðilagt þetta fyrir okkur…

Það er aldrei að vita hvað Pútín gerir!