Breiðablik lagði Snæfell í kvöld í undanúrslitum VÍS bikarkeppni kvenna, 55-89. Snæfell er því úr leik í keppninni á meðan að Breiðablik bíður andstæðingur í úrslitaleik sem fram fer komandi laugardag í Smáranum.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Önnu Soffíu Lárusdóttur leikmann Breiðabliks eftir leik í Smáranum. Anna Soffía er að upplagi úr Snæfell og var hún því bæði að mæta sínu gamla félagi og einhverjum af sínum gömlu liðsfélögum úr Hólminum í leiknum.