Stjarnan tekur á móti Grindavík kl. 18:15 í kvöld í Subway deild karla.

Hefur félagið ákveðið að allir sem mæta í bláu eða gulu fái frítt inn á leikinn, en verði boðið að styrkja neyðarsöfnun Unicef til styrktar börnum í stríðshrjáðri Úkraínu. Þá fer einnig allur ágóði af miðasölu á leikinn á STUBB til handa málefninu.

Hérna er hægt að leggja málefninu lið

Þá verður einnig fatasöfnun við anddyrir hússins í kvöld í samstarfi við GSÍ, þar sem að fólk er beðið að koma með útivistarföt.