Valur lagði KR í kvöld í Subway deild karla, 81-78. Eftir leikinn er Valur í 4. sæti deildarinnar með 18 stig á meðan að KR er í 10. sætinu með 12 stig.

1.     Leikhluti 

Liðin skorða fljótlega 5 stig hvort en síðan er mikið um mistök hjá báðum liðum og lítið í gangi en þegar 5 mínútur réttu liðnar af fyrsta leikhluta ná Valsmenn að setja 6 stig í röð og breyta stöðunni í 11-5 þegar 4 mínútur eru eftir. Skotnýting liðanna er ekki búin að vera góð!  

Skotin byrja að detta niður síðustu mínúturnar og tveir þrisvar frá Benedikt Blöndal tryggja Val 7 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta. 

2.     Leikhluti 

KR-ingar byrja annan leikhluta mun betur og skora fyrstu 6 stigin og minnka muninn í eitt stig, þá setja Valsmenn þrjá þrista í röð og leiða 32-21 og 6 mínútur eftir af leikhlutanum og 35-23 þegar leikhlutinn er hálfnaður. Liðin skiptast á að skora næstu mínútur en talsvert er enn af mistökum hjá báðum liðum. KR nær þá áhlaupi og minnkar muninn í 4 stig 37-33 og 2 mínútur til hálfleiks. Liðin skiptast á körfum fram að hálfleik og staðan 41-40 eftir að KR skorar síðustu stigin í fyrri hálfleik. 

Valsmenn virtust vera að síga frammúr KR um miðbik annars leikhluta en KR-ingar komu sterkir til baka og stefnir í spennandi seinni hálfleik að Hlíðarenda.

3.     Leikhluti 

KR byrjar seinni hálfleikinn á þremur þristum á móti einum hjá Val og nær forystu 44-51 og  Valsmenn virðast ekki mættir til leiks í seinni hálfleikinn. Vörn KR virkar mjög sterk og Valsmenn finna engar lausnir í sókninni. KR leiðir 46-51 þegar leikhlutinn er hálfnaður. Valsmenn setja saman í smá áhlaup og ná að minnka muninn í 1 stig nokkrum sinnum og eftir þrist frá Lawson komast þeir yfir 55-53 þegar 2.30 eru eftir og KR tekur leikhlé. Allt er í járnum fram að lokaleikhlutanum en Valur leiðir 61-57 eftir þrist frá Hjálmari. Lítið flæði er í sóknarleik liðanna og varnir liðanna standa fyrr sínu eins og stigaskorið bendir til. 

4.     Leikhluti 

Ákefð varna beggja liða hefur aukist nú í upphafi lokaleikhlutans og erfitt að finna góð skot, bæði lið bróta klaufalega og litið um körfur, staðan 65-62 fyrir Val en  3 mínútur eru liðnar af leikhlutanum þegar Hjálmar setur þrist og eykur muninn 6 stig 68-62. Fjögra stiga munur 68-64 fyrir Val þegar  leikhlutinn er hálfnaður. Liðin skiptast á að skora en Valsmenn virðast skrefinu á undan og ná 75-66 forystu þegar 3.30 eru eftir af leiknum. KR komið með skotrétt og fær þrívegis möguleika á að minnka muninn en nýta bara 4 af 6 vítum, munurinn 5 stig 75-70 þegar Lawson smellir þristi úr horninu og eykur muninn í 8 stig og 2.10 eru eftir. Liðin skiptast á að skora næstu mínútur ern nú er tíminn farinn að vinna með Val. Björn Kristjáns og Adama Darbo setja sinn hvorn þristinn og minnka muninn í 3 stig 80-77 og 47 sekúndur eftir! Pablo missir boltann klaufalega og brýtur á Dani Koljanin eftir að Lawson hafði náð mikilvægu sóknarfrákasti en Dani hittir bara úr fyrra vítaskoti nú 

Hjálmar setur eitt víti hinu megin og Valsmenn fagna 3 stiga sigri 81-78. 

Leikurinn var jafn allan leikinn og gat sigurinn lent hjá hvoru liðinu sem er en einhvern veginn virkaði Valsliðið sterkara þegar á reyndi. Erfitt er að gera upp á milli leikmanna liðanna liðin bæði liðin gera út á liðsheild og í raun eru það litlu hlutirnir eins og auka sóknarfrákast sem skildi liðin að í dag. Leikurinn var frekar hægur er spennan var mikil í lokin og síðasti leikhluti stórskemmtilegur! 

Tölfræði leiks

Myndasafn (Guðlaugur Ottesen)

Umfjöllun / Hannes Birgir