Leikmaður Íslands Tryggvi Snær Hlinason var valinn í lið umferðarinnar í undankeppni HM 2023 fyrir frammistöðu sína í glæsilegum sigri Íslands gegn Ítalíu síðastliðinn fimmtudag.

Tryggvi Snær setti framlagsmet í keppninni í leiknum, með 34 stig, 21 frákast og 5 varin skot í leiknum, en með honum í úrvalsliðinu eru Sasu Salin frá Finnlandi, Giorgi Shermadini og Thaddus McFadden frá Georgíu og Vladimir Mihailovic frá Svartfjallalandi.

Kosning um verðmætasta leikmann umferðarinnar stendur yfir, en hægt er að kjósa hér.

Ísland mætir Ítalíu á nýjan leik annað kvöld í Bologna á Ítalíu í seinni leik gluggans.