Ísland lagði Ítalíu í tvíframlengdum naglbít í undankeppni HM 2023 í Ólafssal í kvöld, 107-105. Fyrir leik voru Ísland og Ítalía jöfn í 2.-3. sæti H riðils hvort um sig með einn sigur og eitt tap. í neðsta sæti riðilsins Holland með þrjá tapleiki og í því efsta Rússland með þrjá sigurleiki. Sigurinn setur Ísland því í annað sætið í riðlinum. Úr þessum riðil munu þrjú lið halda áfram á næsta stig keppninnar, en Ísland á eftir þessa Ítalíuleiki tvo leiki eftir í sumar. Heima gegn Rússlandi og heima gegn Hollandi.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við mann leiksins Tryggva Snæ Hlinason eftir leik í Ólafssal. Tryggvi Snær var stórkostlegur fyrir Ísland í kvöld, skilaði tröllatvennu 34 stigum, 21 frákasti og þá bætti hann við 5 vörðum skotum. Með 50 í framlag fyrir frammistöðuna, sem verður að teljast ein sú besta, ef ekki sú besta sem leikmaður hefur skilað af sér í íslenska búningnum.