Fimm leikjum kvöldsins í Subway og fyrstu deild karla hefur samkvæmt heimildum Körfunnar verið frestað vegna ófærðar.

Um er að ræða viðureignir Hauka og Selfoss, Hrunamanna og ÍA og Sindra og Fjölnis í fyrstu deild karla og viðureignir Vestra og Þórs á Akureyri og Tindastóls og KR á Sauðárkróki í Subway deild karla.