Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Landstede Hammers höfðu betur gegn Snorra Vignissyni og The Hague Royals í dag í BNXT deildinni í Hollandi, 101-45.

Eftir leikinn er Landstede í 3.-4. sæti deildarinnar með 30 stig líkt og Groningen á meðan að Hague Royals eru í 11. sætinu með 20 stig.

Þórir Guðmundur átti stórleik fyrir Landstede í dag. Á tæpum 27 mínútum spiluðum skilaði hann 21 stigi, 2 fráköstum, 7 stoðsendingum og 5 stolnum boltum.

Snorri lék öllu minna í leiknum, 20 mínútur og skilaði 2 stigum, 2 fráköstum, stoðsendingu og 2 stolnum boltum.

Tölfræði leiks