Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Landstede Hammer töpuðu í dag í hollensku BNXT deildinni fyrir toppliði Heroes Den Bosch, 87-70.

Eftir leikinn er Landstede í 3.-4. sæti deildarinnar með 12 sigra og 6 töp líkt og Groningen.

Á rúmum 35 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Þórir 9 stigum, 7 fráköstum, 3 stoðsendingum og stolnum bolta.

Næsti leikur Þóris og Landstede er þann 16. febrúar gegn Apollo Amsterdam.

Tölfræði leiks