Þóranna Kika Hodge Carr og Iona Gaels töpuðu í gærkvöldi fyrir Quinnipac Bobcats, 49-78.

Eftir leikinn er Iona í 8. sæti MAAC deildarinnar með fimm deildarsigra og níu töp það sem af er tímabili.

Á 24 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Þóranna tveimur stigum, tveimur fráköstum, þremur stoðsendingum og stolnum bolta.

Næsti leikur Þórönnu og Iona er þann 18. febrúar gegn Niagra Purple Eagles.

Tölfræði leiks