Þóranna Kika Hodge Carr og Iona Gaels unnu sinn þriðja leik í röð í gær er liðið lagði Siena Saints í bandaríska háskólaboltanum, 64-57.

Eftir leikinn er Iona í 7. sæti MAAC deildarinnar með fimm sigra og sjö töp í deild það sem af er tímabili.

Á 33 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Þóranna 6 stigum, 5 fráköstum, 2 stoðsendingum og stolnum bolta.

Næsti leikur Þórönnu og Iona er þann 11. febrúar gegn toppliði Fairfield Foxes.

Tölfræði leiks