Þóranna Kika Hodge Carr og Iona Gaels máttu þola tap í gær fyrir Fairfield Stags í bandaríska háskólaboltanum, 54-29.

Eftir leikinn er Iona í 8. sæti með fimm sigra og átta töp í MAAC deildinni.

Á 19 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Þóranna sex stigum, frákasti og tveimur stolnum boltum.

Næsti leikur Þórönnu og Iona er í kvöld gegn Quinnipac.

Tölfræði leiks