Þóranna Kika Hodge Carr og Iona Gaels lögðu Saint Peters Peacocks í gær í bandaríska háskólaboltanum, 44-63.

Eftir leikinn er Iona í 9. sæti MAAC deildarinnar með sex deildarsigra og tíu töp það sem af er tímabili.

Á 31 mínútu spilaðri í leiknum skilaði Þóranna 12 stigum, 2 fráköstum, 4 stoðsendingum og 4 stolnum boltum.

Næsti leikur Þórönnu og Iona er þann 25. febrúar gegn Rider Broncs.

Tölfræði leiks