Þóra Kristín Jónsdóttir, Ástrós Lena Ægisdóttir og AKS Falcon lögðu Åbyhøj IF í gær í dönsku úrvalsdeildinni, 71-65.

Eftir leikinn sem áður er AKS í efsta sæti deildarinnar með aðeins einn tapaðan leik það sem af er vetri.

Á rúmum 29 mínútum spiluðum skilaði Þóra Kristín 12 stigum, 3 fráköstum, 3 stoðsendingum og 5 stolnum boltum.

Ástrós hafði öllu hægar um sig í leiknum. Lék rúmar 9 mínútur og skilaði frákasti, stoðsendingu og stolnum bolta.

Tölfræði leiks