Segja má að leikur Þórs og b liðs Fjölnis í 1. deild kvenna í körfubolta hafi verið jafnari en menn bjuggust við í tilliti til þess að gestirnir mættu með aðeins sex leikmenn. viðbúið var að hætta yrði á vanmati af þessum sökum og á köflum í leiknum kom það berlega í ljós að Þórsstúlkur áttu erfitt með að halda einbeitingu.

Gestirnir hófu leikinn mjög vel og það var ekki fyrr en um miðjan fyrsta leikhluta sem leikmenn Þórs náðu takti og náðu yfirhöndinni í leiknum og leiddu með fimmtán stiga forskoti að honum loknum 29:14.

Þór hóf annan leikhlutann vel og bættu í forskotið og þegar leikhlutinn var u.þ.b. hálfnaður var forskotið komið í tuttugu og tvö stig 42:20. Þarna héldu margir að leikurinn væri búinn en svo var ekki. Þórsliðið tók að slaka á, óþarflega mikið og gestirnir gengu á lagið og skoruðu 19:4 og munurinn aðeins sjö stig í hálfleik 46:39.

Segja má að þessi mikla sveifla í öðrum leikhluta megi rekja til þess hve gestirnir voru næmir á að lesa í leikinn þegar Þórsliðið slakaði á. Í fyrri hálfleiknum voru þær Hrefna (14), Eva Wium (12) og Marín Lind (9) atkvæðamestar en hjá Fjölnir var Emma frábær með 19 stig og Bergdís 11.

Jafnt var á með liðunum í þriðja leikhluta en Þór leiddi með allt að ellefu stigum en gestirnir nörtuðu jafn harðan í hæla Þórs en minnstur var munurinn um miðjan leikhlutann fjögur stig 54:50. Gestirnir unnu leikhlutann með einu stigi 23:24 en sex stig skildu liðin að þegar loka kaflinn hófst 69:63.

Í fjórða leikhlutanum small vörnin saman hjá Þór á sama tíma og þreyta var komin í gestina sem höfðu aðeins einn á bekknum til skipta. Þórsarar vinna leikhlutann með átta stigum 24:16 og fjórtán stiga sigur staðreynd 93:79.

Það má ekki taka það af Fjölnisliðinu að liðið barðist vel og hetjulega allan leikinn en Þórsliðið féll í þá gryfju að vanmeta andstæðinginn. En fjórtán stiga sigur Þórs sanngjarn.

Í seinni hálfleik lét Hrefna lítið fyrir sér fara hún var með 14 stig í fyrri hálfleik en fann ekki liðina að körfunni í þeim seinni. En þær Marín Lind og Eva Wíum voru mjög góðar og þá steig Karen Lind upp og setti meðal annars niður þrjá þrista og endaði með 11 stig.

Hjá Fjölni var Sigrún María frábær með 29 stig og Stefanía Tera með 19.

Framlag leikmanna Þórs: Eva Wium 26/10/4, Marín Lind 26/7/5, Hrefna 14/7/2, Karen Lind 11/4/3, Heiða Hlín 10/5/3, Ásgerður Jana 4/2/2 og Rut Herner 2/4/2.

Framlag leikmanna Fjölnis: Emma Hrönn 29/18/2, Stefanía Kara 19/7/7, Bergdís Anna 16/3/3, Heiður Karlsdóttir 12/5/3, Kara Rut 3/1/2.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Umfjöllun, myndir, viðtal / Palli Jóh