Ísland leikur gegn Ítalíu í Bologna annað kvöld sunnudag 27. febrúar í H-riðil í undankeppni HM 2023.

Fyrir leikinn er Ísland í 2. sæti riðilsins með tvo sigra og eitt tap, en Ítalía sæti neðar með einn sigur og tvö töp.

Hérna er heimasíða mótsins

Hér fyrir neðan má sjá hvaða 12 leikmenn verða í liði Íslands í kvöld, en Kristinn Pálsson leikmaður Grindavíkur kemur inn í hópinn þar sem að Haukur Helgi Pálsson leikmaður Njarðvíkur greindist með Covid-19.

Samkvæmt tilkynningu frá liðinu mun Jón Arnór Stefánsson einnig vera kominn í þjálfaraliðið fyrir leikinn í stað Baldurs Þórs Ragnarssonar, sem einnig greindist með Covid-19 á dögunum.

Lið Íslands í seinni leiknum gegn Ítalíu:

Sigurður Gunnar Þorsteinsson – Tindastóll

Ólafur Ólafsson – Grindavík

Martin Hermannsson – Valencia (Spánn)

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson – Landstede Hammers (Holland)

Tryggvi Snær Hlinason – Casademont Zaragoza (Spánn)

Ægir Þór Steinarsson – Acunsa (Spánn)

Kári Jónsson – Valur

Elvar Már Friðriksson – Antwerp Giants (Belgía)

Sigtryggur Arnar Björnsson – Tindastóll

Pavel Ermolinski – Valur

Jón Axel Guðmundsson – Crailsheim Merlins (Þýskaland)

Kristinn Pálsson – Grindavík