Thelma Dís Ágústsdóttir og Ball State Cardinals máttu þola þriggja stiga tap fyrir Toledo Rockets í gær í bandaríska háskólaboltanum, 66-69.

Eftir leikinn er Ball State í 7. sæti MAC deildarinnar með sjö deildarsigra og sjö töp það sem af er tímabili.

Á 36 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Thelma Dís fimm stigum og fimm stoðsendingum, en hún var stoðsendingahæst Cardinals í leiknum.

Næsti leikur Thelmu og Ball State er þann 21. febrúar gegn Western Michigan Broncos.

Tölfræði leiks