Thelma Dís Ágústsdóttir og Ball State Cardinals lögðu Western Michigan Broncos í gær í bandaríska háskólaboltanum, 73-67.

Eftir leikinn er Ball State í 4. sæti Mid American deildarinnar með átta deildarsigra og átta töp það sem af er tímabili.

Á 36 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Thelma 14 stigum, frákasti, stoðsendingu og stolnum bolta, en hún var stigahæst í liði Ball State í leiknum.

Thelma og Ball State mæta Western Michigan í öðrum leik þann 24. febrúar.

Tölfræði leiks