Thelma Dís Ágústsdóttir og Ball State Cardinals máttu þola tap í gærkvöldi fyrir Buffalo Bulls í bandaríska háskólaboltanum, 67-62.

Eftir leikinn er Ball State í 6. sæti MAAC deildarinnar með sjö deildarsigra og sex töp það sem af er tímabili.

Á 31 mínútu spilaðri í leiknum skilaði Thelma tveimur stigum, þremur fráköstum, tveimur stoðsendingum og stolnum bolta.

Næstu leikur Thelmu og Ball State er komandi laugardag 19. febrúar gegn toppliði Toledo Rockets.

Tölfræði leiks