Thelma Dís Ágústsdóttir og Ball State Cardinals unnu sinn fimmta leik í röð í gær er liðið lagði Bowling Green Falcons í bandaríska háskólaboltanum, 80-91.

Eftir leikinn er Ball State í 3. sæti MAC deildarinnar með sjö sigra og fjögur töp í deildinni það sem af er tímabili.

Á 37 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Thelma 10 stigum, 4 fráköstum og 3 stoðsendingum.

Næsti leikur Thelmu og Ball State er þann 9. febrúar gegn Ohio Bobcats.

Tölfræði leiks