Stórleik Leiknis og Ármanns sem fara átti fram í 2. deild karla komandi sunnudag hefur verið frestað. Samkvæmt heimildum Körfunnar mun það vera vegna Covid-19 smita í herbúðum Ármanns, en þar eru fimm leikmenn sýktir og þar af þrír af sjö mínútuhæstu leikmanna þeirra.

Samkvæmt skipulagi hefur honum ekki verið fundinn nýr leiktími.