Stjarnan lagði Þór Akureyri nokkuð örugglega í MGH í kvöld í Subway deild karla, 112-84.

Eftir leikinn er Stjarnan í 4. sæti deildarinnar með 16 stig á meðan að Þór Akureyri er í 12. sætinu með 2 stig.

Leikurinn var nokkuð jafn í upphafi, en í öðrum leikhlutanum keyra heimamamenn framúr og eru með nokkuð góða 26 stiga forystu þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik 61-35. Þessari forystu nær Stjarnan svo meira og minna að halda út leikinn, en seinni hálfleikinn vinna þeir með 2 stigum. Niðurstaða, nokkuð öruggur 28 stiga sigur Stjörnunnar, 112-84.

Atkvæðamestur fyrir Stjörnuna í leiknum var Hilmar Smári Henningsson með 26 stig, 4 fráköst og 8 stoðsendingar. Honum næstur var Robert Turner með 24 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar.

Fyrir Þór Akureyri var það Dúi Þór Jónsson sem dró vagninn með 28 stigum, 4 fráköstum og 5 stoðsendingum.

Þór á leik næst gegn Vestra í Höllinni á Akureyri þann 7. febrúar, Stjarnan leikur hinsvegar næst gegn Val í Origo Höllinni þann 10. febrúar.

Tölfræði leiks

Myndasafn (væntanlegt)