Dominykas Milka og Davíð Eldur spjalla um tímabilið hingað til, það sem eftir er og landsleikina sem Ísland leikur við Ítalíu nú í vikunni. Eftir það fá þeir Temptation Island stjörnuna Kareem Thomas í spjall um körfuboltaferilinn, að alast upp í New York og hvernig það hafi verið að verða stjarna á einni nóttu í raunveruleikasjónvarpi.

Kareem var fyrir frægðina liðsfélagi Dominykas bæði í miðskóla og háskóla, er þeir léku fyrir Christ the King miðskólann og seinna Saint Rose í háskólaboltanum í Bandaríkjunum.

Listen on Apple Podcasts

Social Chameleon mun koma reglulega út í vetur, en í því mun Dominykas ræða við áhugavert fólk bæði um hin ýmsu málefni sem snerta körfuknattleik, sem og málefni líðandi stundar.

Social Chameleon er í boði Kristalls, Lykils og Subway.

Hlustendum er bent á Instagram síðu þáttarins fyrir tillögur að skemmtilegu efni, sem og til þess að senda inn spurningar, en hún er aðgengileg hér.