Snorri Vignisson og The Hague Royals máttu þola fimm stiga tap í kvöld fyrir Limburg í hollensku BNXT deildinni, 66-61.

Eftir leikinn eru Hague í 11. sæti deildarinnar með 21 stig.

Snorri átti stórleik fyrir Hague þrátt fyrir tapið, skilaði 20 stigum, 5 fráköstum og stoðsendingu á 23 mínútum spiluðum og var framlagshæsti leikmaður vallarins.

Tölfræði leiks