Styrmir Snær Þrastarson og Davidson Wildcats unnu sinn djórða leik í röð í bandaríska háskólaboltanum í nótt er liðið lagði Fordham Rams, 45-65.

Davidson liðið verið sögulega gott þetta tímabilið, í heild unnið 24 leiki og tapað aðeins 4 og eru efstir í Atlantic 10 deildinni með 14 deildarsigra og 4 tapaða.

Styrmir Snær hefur komið við sögu í tveimur seinustu leikjum liðsins. Leikið nokkrar mínútur, haft hægt um sig í stigaskorun, en skilað nokkrum fráköstum.

Næsti leikur Styrmis og Davidson er gegn George Mason þann 3. mars.

Tölfræði leiks